Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Hugsar þú vel um hjólið?

Leiðarvísir fyrir ykkur sem viljið hugsa vel um hjólið.


Þessi umönnunarhandbók er félagi þinn allt árið um kring. Motul veitir einfaldar og skiljanlegar skýringar á því hvernig þú getur endurlífgað hjólið eftir veturinn og hvernig best er að hugsa um það allt árið. Auðvitað er líka farið yfir hvernig á að undirbúa hjólið fyrir veturinn og hugsa um hjólið, þegar það er ekki í notkun.

Séu einhverjar upplýsingar ekki í takt við þær upplýsingar sem fram koma í handbókum eða öðrum leiðarvísum sem fylgja hjólinu eða búnaði þess, skal horfa til þeirra upplýsingar framar en þeirra sem hér koma fram.

 

 

 

Upphafið á nýju hjólaári.

 1. apríl, 1. maí eða 1. júní? Veturinn er loksins á enda! Kominn tími til að kippa yfirbreiðslunni af og opna bílskúrinn. Núna er tíminn til að anda að sér fersku vorlofti og leyfa hjólinu að njóta birtunnar. Smá þrif og bón er nóg til að kveikja í spennu og tilhlökkun eftir nýju tímabili, mögnuðum ferðum og jafnvel einni eða tveim keppnum. Fylgi eftirfarandi skrefum til að vera fullviss um að hjólið verði tilbúið í upphafi hjólatíðar.

Gott er að byrja á því að þurrka, með mjúkum klút, yfir króm og annað sem borið hafði verið á fyrir veturinn. Hægt er að nota Motul E.Z. Lube til verksins. Næst er að ath loftþrýstinginn í dekkjunum og ef þarf, aðlaga hann eftir leiðbeiningum dekksins. Ef dekk hefur verið notað í 4-6 ár gæti þurft að skipta og setja nýtt áður en tímabilið hefst.