Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Um okkur

Motul vörumerkið er 169 ára gamalt, eða Motul var stofnað árið 1853. Fyrstu olíur sem Motul framleiddur vorur hannaður úr hvalalýsi.
Motul er nú með aðalhöfuðstöðvar sýnar í Frakklandi. Motul selur vörur sínar í meira en 170 löndum, eða um allan heim. Nokkrar verksmiðjur eru í heiminum , en sú stærsta í Frakklandi. DNA Motul kemur úr mótorsport, sem dæmi þá smíðar Motul fyrstu 100% syntetísku mótorolíuna í heimi fyrir bílvélar árið 1971 og hafa verið leiðandi allar götur síðan. Vöruúrval Motul er afar breitt og spannar vöruúrval okkar á Íslandi 350-400 vörunúmer. Allt frá olíum á sláttuvélar til olía á skip ásamt öflugri hreinsiefnalínu.

Motul á Íslandi:
Saga Motul á Íslandi spannar yfir 25 ára sögu. En Birkir Sigurðsson kemur að Motul árið 2008 og hefur starfað að því síðan. Jón Kristinn Sigurðsson hefur verið með Motul um árabil en hann er afar reynslumikill bifvélavirki og rak verkstæðið Bílvirkja til margra ára. Motul á Íslandi er til húsa á Óseyri 1 Akureyri, en þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisin. Á árinu 2022 opnuðum við útibú, Motul Austuland á Reyðarfirði. Þaðan komum við til að þjónusta austurland enn betur. Jón Kristinn Sigurðsson hefur verið með Motul um árabil en hann er afar reynslumikill bifvélavirki og rak verkstæðið Bílvirkja til margra ára.
Á síðasta ári fengum við til liðs við okkur hann Arnar Gauta Finnsson, sem er afar öflugur liðsmaður.

Við leggjum mikla áherlsu á góða þjónustu og að miðla þekkingu sem hefur safnast saman í gegnum árin.